Bikardrátturinn í Cocal Cola bikarnum í gær

Í gær var efnt til blaðamannafundar á Hamborgarafabrikkunni í tilefni þess að dregið var í „final four“ í Coca Cola bikarkeppninni 2014. Haukar er eina liðið sem var bæði með kvenna og – karlalið í pottinum. Kvennaliðið drógst gegn Val og verður sá leikur leikinn fimmtudaginn 27. febrúar kl. 20:00. Karlaliðið drógst gegn grönnum sínum í FH og verður sá leikur leikinn föstudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Báðir leikirnir verða í Höllinni. Nú fjölmennum við í Höllinni og styðum okkar lið áfram til sigurs og í úrslitaleikina sem verða laugardaginn 1. mars, kl. 13:30 (kvenna) og 16:00 (karla).
Við vorum á staðnum og tókum myndir og viðtöl, smellið hér til að sjá afraksturinn. 

Áfram Haukar!