Haukar komu sterkar tilbaka í fjórða

Haukar unnu Njarðvík í kvöld 71-66 eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. En þær áttu mjög góðan fjórða leikhluta sem skilaði þeim sigrinum. Þetta var jafnframt þriðji sigur liðsins í röð.

Lele Hardy var sem fyrr stiga og frákastahæst með 16 stig og 19 fráköst en hún átti annars mjög dapran skotdag.

Næst kom Margrét Rósa með 12 stig, þarf 2/2 þriggjastiga.

Íris Sverrisdóttir hitti einnig vel utan af velli og setti hún þrjá mikilvæga þrista. Hún skoraði annars 11 stig og var með 8 fráköst.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir átti fínasta leik, tók 8 fráköst ásamt því að skora 9 stig, 7 þeirra í fjórða leikhluta.

Að lokum má ekki gleyma Dagbjörtu Samúelsdóttir sem dreifði boltanum vel og var með 8 stoðsendingar.

 Umfjöllun um leikinn á Karfan.is