Haukar komnar í undan úrslit í Poweradebikarnum

Haukastúlkur hafa farið mjög auðvelda leið í undanúrslit í Powerade bikar kvenna. Þær, ásamt Keflavík, sátu hjá í 16 liða úrslitum og mættu 1. deildarliðinu Fjölni í dag í 8 liða úrslitum þar sem að þær sigruði vægast sagt auðveldlega 45-87.

Lele Hardy, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru að venju bestu leikmenn Hauka í dag.

Skemmtilegt er að segja frá því að hver einn og einasti leikmaður Hauka komst á blað í leiknum. Dýrfinna Arnardóttir kom inná undir lok leiksins og tókst að koma sér á vítalínuna þar sem að hún setti bæði niður.

Íris Sverrisdóttir sýndi einnig í fjórða leikhluta að hún er óðum að nálgast sitt fyrrra form sem fékk hana kosna mikilvægasta leikmann Hauka 2012 og er það ekki vænlegt fyrir andstæðinga Hauka.

Umfjöllun um leikinn og myndasafn á Karfan.is