Handknattleiksdeild Hauka auglýsir eftir dómarastjóra til að hafa yfirumsjón með mönnun á dómurum á heimaleikjum 3. og 4. flokks félagsins í handbolta. Kostur er að viðkomandi hafi dómararéttindi. Föst mánaðargreiðsla er í boði. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Þorvarð Tjörva Ólafsson, formann barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar í síma 822-2867.