Þrír leikmenn Hauka í 18 ára landslið KKÍ

HaukarÞrír leikmenn Hauka, Kári Jónsson, Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson, hafa allir verið valdir í 20 manna æfingahóp KKÍ sem mun koma saman um jólin og er að æfa fyrir Evrópukeppnina.

Kári hefur spilað stórt hlutverk í spútnikliði Hauka í mfl. í vetur þó hann sé einungis 16 ára og Kristján og Hjálmar hafa verið í liði mfl. í flestum leikjum þess og hafa staðið sig mjög vel er þeir hafa fengið tækifæri, en þeir eru báðir 17 ára. Þó svo að allir þrír séu með yngri leikmönnum liðsins hafa þeir allir tækifæri til að spila stórt hlutverk í þessu landsliði.

Haukar óska drengjunum til hamingju með þennan árangur.