Haukar – ÍBV á laugardaginn kl. 13:30

Viktoría og Karen Helga munu vafalítið láta vel til sín taka á móti ÍBV á morgunHaukastúlkur fá ÍBV í heimsókn í Olísdeild kvenna á morgun, laugardag, kl. 13:30.

Haukarnir hafa verið að standa sig ágætlega í síðustu leikjum og unnu sem dæmi mjög góðan sigur í Coca Cola bikarnum á móti Selfossi, þrátt fyrir að ein af aðalmanneskjum liðsins, Marija, hafi verið fjarri vegna meiðsla.

Í síðasta leik, á móti Gróttu, spiluðu stelpurnar fínan leik og það vantaði aðeins herslumuninn til að krækja í stigin sem í boði voru.

Haukafólk er þekkt fyrir að styðja við bakið á sínu liði en aðeins hefur skort á mætingu á kvennaleikina en mikilvægt er að þær fái líka góðan stuðning, eins og strákarnir. Þær hafa verið að berjast vel síðustu leiki og nú þarf að mæta og hvetja þær til sigurs.

Áfram Haukar!