Nú rétt í þessu var verið að draga í 32 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla og munu Haukar mæta liði KFÍ á Ísafirði.
33 lið voru í pottinum að þessu sinni og drógust Haukar B gegn Stjörnunni B í forkeppni bikarsins. Liðið sem vinnur svo þann leik mun mæta Skallagrími.
Allan dráttinn má svo finna hér fyrir neðan:
Njarðvík – KR
Laugdælir – Snæfell
KR b – Keflavík
KFÍ – Haukar
Afturelding – FSu
ÍG – Vængir Júpíters
Höttur – Stjarnan (ríkjandi meistarar)
KV – Tindastóll
Reynir Sandgerði – Hamar
Sindri – Þór Þorlákshöfn
Keflavík b – Álftanes
ÍA – Fjölnir
Breiðablik – ÍR
Haukar b/ Stjarnan b – Skallagrímur
Valur – Grindavík
Leiknir – Þór Akureyri
Leikur Hauka b og Stjörnunnar B mun fara fram 25. eða 26. október og leikirnir í 32 liða úrslitum munu fara fram dagana 1.-3. nóvember.