Haukarnir töpuðu í dag á mót Benfica 34-19.
Gríðarlega sterkt lið Benfica lagði okkar menn í dag í Portugal. Benfica leiddi í hálfleik 19-11 og bættu í forystuna í seinni hálfleik.
Ljóst er að strákarnir þurfa að eiga toppleik um næstu helgi til að eiga möguleika á því að komast áfram.
Mikilvægt er að þeir fái góðan stuðning og ljóst að Benfica liðið er gríðarsterkt og því kjörið fyrir alla handboltaáhugamenn að mæta á Ásvelli og horfa á skemmtilegan handbolta.