Strákarnir unnu glæstan og mikilvægan sigur á FH á Ásvöllum í Olís-deildinni í síðustu umferð og tróna nú á toppi deildarinnar.
Næsti leikur karlaliðsins er úti á móti Fram á morgun, miðvikudag, og hefst kl. 18.00.
Athugið að leiknum hefur verið flýtt um einn dag, vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppninni.
Nú fjölmennum við í Safamýrina og tryggjum með öflugum stuðningi að Haukar haldi forystusætinu í deildinni. Strákanna bíður síðan verðugt verkefni þegar þeir halda til Portúgals og mæta stórliði S.L. Benfica á laugardaginn 12. október kl. 17:00.
Áfram Haukar!