Um helgina var haldið fyrsta mòt vetrarins hjà 5. flokki (eldra àr). Spilað var í Vestmannaeyjum og voru stelpurnar í A riðli àsamt KA/Þór, HK, Fram og FH.
Þær byrjuðu á að leggja KA/Þór 19 – 5, unnu svo HK 19 – 7, Fram 14 – 6 og að lokum FH 13 – 11 í hörkuleik þar sem bæði lið voru vel studd af sínum àhangendum. Sem sagt bikar í hús og það er glaður hópur sem mun skottast heim frà Eyjum með Herjólfi í dag.
Markahæstar Haukastelpna à mótinu voru Berta Rut með 21 mark, Alexandra J. með 18 og Wiktoría 11. Alls skoruðu stelpurnar 65 mörk og fengu ekki nema 29 mörk à sig enda fékk vörnin þeirra sérstakt hrós á mótinu. Markverðirnir Katrín og Eva voru bàðar með um 55% markvörslu sem er mjög gott.
Alexandra J. Katrín Hanna (markmaður) voru svo valdar í úrvalslið mótsins og spiluðu þær þar fyrir Pressuliðið sem sigraði hitt úrvalsliðið (landsliðið) örugglega.
Til hamingju Haukar.
Eyjamenn eiga hrós skilið fyrir góðar móttökur og umgjörð en dòmgæslan var à köflum mjög slök en það fylgir þessu víst, sem er miður.