Hafnarfjarðarslagur í Schenkerhöllinni í kvöld

Jón Þorbjörn mun eflaust láta vel til sín taka í leiknum gegn FH á Ásvöllum (mynd: mbl.is Golli)Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í Schenkerhöllinni í kvöld, þegar Haukar eiga sinn fyrsta heimaleik í Olís-deild karla. Andstæðingarnir eru FH-ingar en báðum Hafnarfjarðarliðunum er spáð góðu gengi í vetur. Haukar áttu stórgóðan leik í Vestmannaeyjum á laugardaginn og unnu þar sannfærandi sigur. Nú er að fylgja þeim sigri eftir með góðum leik á fimmtudaginn. Athugið að leikurinn hefst kl. 20:30.

Allir stuðningsmenn Hauka eru hvattir til að mæta á leikinn og hvetja okkar lið til sigurs.  Málum Ásvelli rauða á fimmtudaginn og sýnum hvaða lið er best og á besta stuðninghópinn.

Með Haukakveðju, Lúðvík Geirsson – talsmaður Hauka í horni hjá hkd.

Áfram Haukar!

Með því að smella hér getið þið séð úrslit, stöðu og leikjaplanið hjá strákunum og hér hjá stelpunum.