Haukastelpur tryggðu sér í gær sigur í B riðli Lengjubikarsins með öruggum sigri á KR 61-44. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda KR ávalt með sterkt kið en að þessu sinni mættu KR stelpur ekki tilbúnar til leiks.
Bjarni þjálfari gat leyft sér að spila jafnt á öllum 12 leikmönnum Hauka og hvíldi hann Lele Hardy meiri hluta leiksins. Allir leikmenn Hauka skoruðu í leiknum og var sigur Hauka síst of stór.
Haukastelpur eru því enn ósigraðar og spila til úrslita í Njarðvík um Lengjubikarinn á næsta sunnudag.