Meistaraflokkur karla í handbolta vann sigur gegn hollenska liðinu OCI-Lions 36 – 33 í gærkvöld en þetta var fyrri leikur liðanna í 1. umferð EHF bikarsins en seinni leikur liðanna verður á dag í Schenkerhöllinni.
Leikurinn var heimaleikur hollenska liðsins en leikurinn var í járnum mest allan leikinn og voru Haukamenn 19 – 18 yfir í hálfleik. Um miðjan fyrri hálfleik náðu Haukamenn 6 marka forystu en misstu hana niður en náðu að halda 3 marka forystu fyrir seinni leikinn á morgun. Eins og lokatölunar gefa til kynna var ekki mikið um vörn hjá okkar mönnum en markahæðstur var Sigurbergur með 12 mörk og næstir honum komu Árni Steinn með 7 og Tjörvi með 6. Í markinu var Einar með 8 skot varin og Giedrius með 5 skot.
Þetta hafði Matthías Árni fyrirliði að segja um leikinn: „Núna er hálfleikur hjá okkur í rimmunni við OCI-Lions og það verður hart barist í dag og við munum gefa allt í leikinn í dag. Leikurinn í gær var góður sókarnalega hjá okkur, en við vorum ekki alveg á tánum í vörninni og þeir voru að fá of mikið af auðveldum mörkum, sérstaklega á línunni. En við förum yfir þessi atriði fyrir leikinn í dag og ætlum okkur svo sannarlega að þétta vörnina og ná henni í það form sem hún er þekkt fyrir.“
Seinni leikurinn verður leikinn í dag kl. 17:00 í Schenkerhöllinni og er Haukafólk hvatt til þess að mæta og hvetja strákanna til áfram í Evrópukeppinni. Áfram Haukar!