N1-korthafar fá frítt á Haukar – Tindastól

HaukarMeistaraflokkur Hauka í knattspyrnu mætir Tindastól á morgun kl. 14:00 á Ásvöllum í síðasta heimaleik tímabilsins. N1 býður öllum N1-korthöfum ókeypis á leikinn. Eina sem þarf að gera er að mæta með N1 kortið.

Haukarnir sitja sem stendur í 2-3. sæti í deildinni og því er leikurinn gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu 1. deildar karla.

Toppbaráttan í 1. deild hefur verið óvenju jöfn og nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni eiga sex lið raunhæfa möguleika á því að komast upp í Pepsí deildina. Haukar hafa gert tvö jafntefli í röð í deildinni og nú þarf stuðning áhorfenda á laugardaginn. 

Ásgeir Þór Ingólfsson miðjumaður Hauka hefur þetta að segja við stuðningsmenn Hauka: ,,Leikurinn á laugardaginn er eins og hver annar leikur fyrir okkur nema þetta er seinasti heimaleikur liðsins árið 2013. Það er ekkert skemmtilegra en að spila fyrir framan fulla stúku af Hauka-mönnum. Við erum og verðum klárir klukkan 14:00 á mrgun. Vonandi að við sjáum sem flesta og gerum þetta að góðum degi í sameiningu.“ 

Tindastóll er í 9. sæti með 25 stig, Haukar með 36 stig. Tindastóll vann Hauka fyrir norðan 2-1 í jöfnum leik sem sýnir að Stólarnir eru með gott lið og því þarf topp leik hjá okkar mönnum á laugardaginn.

Mætum snemma á Ásvelli – Byrjað verður að hita upp í íþróttahúsinu kl. 13:00 þar sem grillaðir verða hamborgarar og margt gert til að hita upp fyrir leikinn mikilvæga. Kynning á getraunleik Hauka 1×2 verður kl. 12:00 á Ásvöllum.

Nú þurfa Hauka-menn að fjölmenna á Ásvelli! 

Áfram Haukar!