Haukar mæta KF á Schenker-vellinum á Ásvöllum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19.15. Haukar eru sem stendur í sjötta sæti með 25 stig, tveimur stigum frá efsta sætinu sem sýnir enn og aftur hversu jöfn og spennandi deildin er.
Stuðningsmenn Hauka eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana í þessum mikilvæga leik.
Félagar í Haukum í horni verða á annarri hæðinni á Ásvöllum og hægt verður að fá sér kaldann á aðeins 600 kr.
Í kvöld mæta svo Haukastelpur ÍR-ingum á Hertzvellinum í Breiðholti (heimavöllur ÍR). Leikurinn hefst kl.19:00 og hvetjum við alla Hauka til að koma og styðja stelpurnar. Aðgangur er að vanda ókeypis eins og hjá flestum liðum deildarinnar. Allir á völlinn!