Haukar mæta Völsungi í 11. umferð 1. deildar karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Schenker-vellinum á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:15. Hauka-fólk er hvatt til að mæta fyrr og fá sér hamborgara og meira til frá kl. 18:00 í veislusalnum og hita upp fyrir leikinn!
Haukar eru sem stendur í 3. sæti með 18 stig, einu stigi á eftir Víkingi R. sem er í öðru sæti og þremur stigum frá toppsætinu. Völsungur er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.
Það er gríðarlega mikilvægt að stuðningsmenn Hauka fjölmenni á leikinn og hjálpi strákunum að landa þremur stigum! Eftir tap í síðustu umferð eru strákarnir tilbúnir í að leggja allt sitt í leikinn í kvöld og innbyrða öll stigin sem í boði eru.
Sjáumst á vellinum – Áfram Haukar!