Ingvar Guðjóns ráðinn aðstoðarþjálfarai kvennaliðs Hauka

Ingvar GuðjónsIngvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðaþjálfari m.fl. kvenna og tekur við því starfi af Henning Henningssyni. Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili.

Um leið og Ingvar er boðinn velkominn til starfa er Henning Henningssyni þökkuð góð störf fyrir Hauka en Henning hefur ákveðið að starfa í meistaraflokksráði kvenna á næsta keppnistímabili