Haukar mæta BÍ/Bolungarvík í 9. umferð 1. deildar karla á Ásvöllum á laugardag kl. 14.00.
Deildin er hnífjöfn en Haukar eru með 15 stig ásamt Víking R og BÍ/Bolungarvík þar sem okkar menn eru í þriðja sæti og BÍ/Bolungarvík er í því fjórða.
Um er að ræða gríðarlega mikilvægan heimaleik og er Hauka-fólk hvatt til að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs.