Kvennalið Hauka í knattspyrnu fer vel af stað þetta sumarið. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Íslandsmótinu. Fyrst unnu þær Fram 2-1 á Schenkervellinum og síðast liðin sunnudag héldu þær til Ísafjarðar þar sem þær náðu sér í góð þrjú stig með 2-0 sigri á BÍ/Bolungarvík.
Mörkin fjögur í Íslandsmótinu hingað til hafa þær Tinna Líf Jörgensdóttir 2, Hulda Sigurðardóttir og Hildigunnur Ólafsdóttir skorað.
Haukaliðið er jafnframt komið í 16-liða úrslit Borgunar-bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Þrótti R eftir viku. Á leið sinni í 16-liða úrslit hafa Haukar lagt Víking frá Ólafsvík og Álftanes.
Næsti leikur Haukastúlkna er gegn ÍA og fer leikurinn fram á Schenkervellinum á laugardaginn nk. kl.14.00.