Haukar luku keppni í Borgunarbikar karla í kvöld. Haukaliðið heimsótti Víking Reykjavík í Fossvoginn en bæði lið leika í 1.deildinni. Víkingar fóru með sigur úr leiknum 2-0 eftir að staðan hafi verið 1-0 í hálfleik.
Haukaliðið átti fína kafla til að byrja með, byrjuðu af miklum krafti en síðan komust Víkingar meira inn í leikinn og þá gáfu Haukaliðið eftir. Það var síðan markavélin, Hjörtur Júlíus Hjartarson sem var réttur maður á réttum stað inn í teig Haukara og kom Víkingum á bragðið. Seinna mark Víkings kom síðan úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Þar við sat, 2-0 tap staðreynd og Haukar því úr leik í bikarnum. Þá er eina vitið að einbeita sér að 1.deildinni enda verður nóg um að vera þar í allt sumar. Næsti leikur Hauka í 1.deildinni er fyrsti heimaleikur sumarsins. Grindavík heimsækja Hauka á föstudaginn.
Þjálfararnir, Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson gerðu nokkrar breytingar á liðinu frá síðasta leik, sigurleik gegn Þrótti.
Kristján Ómar Björnsson, Magnús Páll Gunnarsson og Sigurbjörn Hreiðars. voru ekki í leikmannahóp Hauka í kvöld en þeir voru allir í byrjunarliðinu í síðasta leik, einnig var Guðmundur Sævarsson á bekknum. Inn í liðið kom Alexander Freyr Sindrason, Gunnlaugur Fannar Guðmunddson, Aron Jóhann Pétursson og Hilmar Rafn Emilsson. Auk þess komu þeir Úlfar Hrafn Pálsson og Þórður Jón Jóhannesson inn á í leiknum í kvöld, en þeir voru ekki í hóp gegn Þrótti.
Það er greinilegt að hópurinn er stór hjá liðinu enda ætlar liðið sér stóra hluti í sumar. Styðjum við liðið í sumar og mætum á völlinn. Sjáumst á föstudaginn – ÁFRAM HAUKAR!