Getraunaleikur Hauka 1×2 – Verðlaunaafhending

Haukar

Nú styttist í stóru stundina sem allir hafa beðið eftir.  Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla gegn Grindavík nk. föstudag  og  opinberun úrslita  Vorleiks Getraunaleiks Hauka.  

Athöfnin hefst kl. 18:30 í salnum á 2. hæð. Hamborgarar og fleira í boði fyrir þátttakendur Getraunaleiksins.  Dagskrárstjórar verða þeir Jón Björn og Siggi Mey.

Húsið opnar kl. 18:00, verðlaunaathöfn hefst kl. 18:30 og leikur Hauka og Grindavíkur hefst kl. 19:15 !    Góða skemmtun!