Úlfar Hrafn Pálsson hefur skrifað undir lánssamning þess efnis að hann spilar með Haukum í 1.deildinni í sumar. Hann kemur til Hauka frá Val.
Úlfar þekkir vel til í Haukum, enda hefur hann spilað allan sinn ferill með Haukum fyrir utan síðasta ár, er hann lék með Val í Pepsi-deild karla. Úlfar er 24 ára örvfættur og getur bæði leikið í stöðu bakvarðar og á kanti.
Hann hefur á sínum ferli spilað 117 meistaraflokksleiki, þar af 103 með Haukum og skorað 15 mörk. Í fyrra spilaði hann 13 leiki með Val í Pepsi-deild karla.
Úlfar er frábær viðbót við gífurlega sterkan leikmannahóp Hauka í 1.deildinni. Hann verður í löglegur með Haukum í leiknum á morgun, en þá mæta Víking í bikarkeppni KSÍ. Sá leikur hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli.
Við bjóðum að sjálfsögðu Úlfar Hrafn velkominn til Hauka á ný og hvetjum alla Haukara til að fjölmenna á völlinn á morgun og í allt sumar!