Stærsti knattspyrnuvefur landsins, Fótbolti.net hefur undanfarin ár staðið fyrir spá fyrir allar deildir Íslandsmótsins og er engin breyting á því þetta árið. Það eru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í 1.deildinni sem spá fyrir um stöðu liðanna í deildinni.
Á síðustu dögum hefur eitt lið verið tilkynnt á hverjum degi. Í dag síðasta dag fyrir fyrsta leik var efstu þrjú liðin í spánni öll tilkynnt. Þar kom í ljós að þjálfarar og fyrirliðar í 1.deild karla spá Haukum 3.sætinu í deildinni.
Fyrsti leikur Hauka í deildinni er á morgun, gegn Þrótti í Laugardalnum. Leikurinn verður flautaður á klukkn 14:00.
Farið er í fljótu bragði í gegnum styrkleika og veikleika liðsins. Einnig eru þrír lykilleikmenn valdir og fleira.
,,Haukarnir eru með verulega öflugt lið. Styrkleiki þeirra liggur í mikilli breidd. Þeir eru sérstaklega vel mannaðir og með góða blöndu af heimamönnum og reyndum aðkomumönnum. Hafa styrkt sig vel,“ segir Garðar Gunnar Ásgeirsson sérfræðingur Fótbolti.net um 1.deildina en hann hefur lengi fylgst með neðri deildum á Íslandi. Hann telur að Haukanna vanti afgerandi sóknarmann í sínar raðir.
,,Þeim vantar einna helst afgerandi markaskorara. Eru með nokkra leikmenn sem hafa oft verið meiddir í gegnum tíðina.“ Hann telur síðan að Guðmundur Sævarsson, Hilmar Geir Eiðsson og Ásgeir Þór Ingólfsson verði lykilmenn í liði Hauka í sumar.
Að segist hann vera spenntur að sjá hvort að Haukar standist pressuna. ,,Með miklum breytingum eru þeir búnir að setja aukna pressu á sig og krafan hlýtur að vera sett á úrvalsdeildarsæti,“ sagði Garðar Gunnar.
Hægt er að sjá kynninguna á liði Hauka í heild sinni hér.
Við minnum á fyrsta leik Hauka í 1.deild karla á morgun. Þróttur R. – Haukar klukkan 14:00. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Laugardal.
Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!