Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga Díönudóttir hafa framlengt samning sinn við Hauka. Viktoría og Karen sem báðar eru uppaldar hjá Haukum eiga að baki fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.
Nú í vetur voru þær báðar kallaðar inn í B landsliðshóp Ágústar Jóhannssonar til æfinga. Viktoría og Karen eru hluti af afrekshóp uppaldra leikmanna sem sem eiga að baki fjölda Íslands, deildar og bikarmeistaratittla í gegn um yngriflokkana.
Ljóst er að Hauka stelpur munu koma sterkari til leiks í haust en síðustu ár. Þegar hefur verið tilkynnt um komu Kolbrúnar G. Einarsdóttur til félagsins svo hefur Marija Gedroit markahæsti leikmaður N1 Deildarinnar þennan veturinn framlengt samning sinn við Hauka.