Haukar og Fram mætast fjórða sinni á morgun, mánudag kl.19.45 í Fram-húsinu í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.
Strákarnir okkar unnu sem kunnugt er góðan sigur á Fram í gær 27-24 eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum einvígisins naumlega.
Fram getur með sigri á morgun tryggt sér Íslandsmeistaratitilinnn en vinni Haukar er hreinn úrslitaleikur um titilinn á Ásvöllum nk. miðvikudag kl.19.45
Áætlaðar eru rútuferðir frá Ásvöllum á morgun upp í Framheimili og fara rúturnar um það bil klst fyrir leik af stað.
Um að gera fyrir Haukastuðningsfólk að hittast snemma á Ásvöllum, ná upp stemmningu og gera Framheimilið að okkar heimavelli á morgun. Sigur þýðir hvorki meira né minna en frábæran úrslitaleik á okkar velli nk. miðvikudag.
Áfram Haukar!