Varnar- og miðjumaðurinn, Hafsteinn Briem er genginn til liðs við Hauka frá Val. Hafsteinn hefur undanfarnar vikur æft og spilað æfingaleiki með Haukum og hefur nú fengið félagaskipti í Hauka.
Hafsteinn er uppalinn í HK en hann gekk til liðs við Vals í fyrra. Hann lék aðalega sem miðjumaður hjá HK og Val en er ætlaður bæði sem miðvörður og miðjumaður hjá Haukum. Hafsteinn er annar miðjumaðurinn sem gengur til liðs við Hauka á stuttum tíma því Andri Steinn Birgisson gekk nýlega til liðs við Hauka.
,,Mér finnst þetta mjög spennandi lið. Mannskapurinn í Haukum er virkilega góður og ég er spenntur fyrir sumrinu. Stemningin í hópnum er virkilega góð. Þetta verður hörku skemmtilegt sumar fyrir Haukamenn,“ sagði Hafsteinn Briem til að mynda eftir undirskriftina.
Haukar hafa þá fengið tíu leikmenn til liðs við sig frá síðustu leiktíð. Áður komu Andri Steinn Birgisson frá Víkingi, Arnar Aðalgeirsson frá AGF, Ásgeir Þór Ingólfsson frá Val, Hafþór Þrastarson frá FH, Hilmar Geir Eiðsson frá Keflavík, Hilmar Rafn Emilsson frá Val, Helgi Valur Pálsson frá FH, Sigmar Ingi Sigurðarson frá Breiðabliki og Viktor Smári Hafsteinsson frá Keflavík (á láni)
Við bjóðum Hafsteini Briem velkominn í Hauka og vonum að hann eigi eftir að blómstra í rauðu Hummel treyju Hauka manna í sumar.