Andri Steinn í Hauka

Haukar

Miðjumaðurinn, Andri Steinn Birgisson skrifaði um miðjan apríl mánuð undir samning við Hauka sem gildir út tímabilið.

Andri Steinn lék með Leikni R. í 1.deildinni síðasta sumar en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og spilaði hann ekki nema um helming leikjanna hjá Leikni. Í nóvember síðastliðnum gerði Andri Steinn samning við Víking Reykjavík en Andri og Víkingur komust að samkomulagi í vikunni að rifta ætti samningnum hans.

Andri Steinn er gríðarlega reynslu mikill og hörku miðjumaður sem mun tvímælalaust reynast Haukaliðinu vel í 1.deildinni sumar en hann hefur mikla reynslu úr efstu deild hér á landi. Als hefur hann leikið 194 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 30 mörk.

Á ferli sínum hefur Andri Steinn einnig leikið með Fjölni, Fylki, Aftureldingu, Fram, Grindavík, Keflavík og í Noregi.

Andri er níundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka fyrir komandi tímabil. Hinir eru, Arnar Aðalgeirsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Hafþór Þrastarsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Geir Eiðsson, Helgi Valur Pálsson, Sigmar Ingi Sigurðarson og Viktor Smári Hafsteinsson sem er á láni frá Keflavík.