Meistaraflokkur karla í knattspyrnu undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi tímabil sem hefst eftir 15 daga. Í gærkvöldi léku þeir æfingaleik gegn Pepsi-deildarliði Fram í Úlfarsárdal.
Haukarnir höfðu betur í leiknum, 1-0 en mark Hauka skoraði hinsvegar varamaður Framara, Ólafur Örn Bjarnason. Haukarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn var í járnum í seinni hálfleik. Markið sem skildi liðin að, kom síðan undir lok leiks.
Byrjunarlið Hauka í leiknum í gær var þannig skipað:
Sigmar Ingi
Alexander Freyr, Kristján Ómar, Hafþór Þrastar., Hilmar Trausti
Brynjar Ben., Andri Steinn, Hafsteinn Briem, Hilmar Geir
Ásgeir Þór, Björgvin Stefánsson
Magnús Þór Gunnarsson, Viktor Smári, Gunnlaugur Fannar, Gummi Sævars, Aron Freyr, Sigurbjörn Hreiðars. og Hilmar Emils. komu síðan inná sem varamenn.
Hafsteinn Briem lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Hauka en hann hefur verið að æfa með liðinu undanfarnar vikur, en hann er samningsbundinn Val. Andri Steinn lék hinsvegar sinn annan leik fyrir Hauka en hann skoraði í sínum fyrsta leik, en Haukar gerðu 3-3 jafntefli gegn ÍA fyrr í mánuðinum. Þar skoraði Brynjar Benediktsson tvö mörk.
Haukaliðið leikur næsta æfingaleik sinn á laugardaginn, klukkan 10:00 á Ásvöllum gegn Gróttu.