Stelpurnar leika til úrslita; Í beinni á netinu

HaukarTvö Haukalið voru í eldlínunni í dag þegar fyrri úrslitahelgi KKÍ fór fram. Strákarnir í 10. flokki mættu sterku liði heimamanna og töpuðu 66-45. Kári Jónsson var stigahæstur Haukastráka með 22 stig og þeir Jón Þórir Sigurðarson og Jón Otti Antonsson voru með sex stig hvor. Njarðvík spilar við Grindavík í úrslitum á morgun.

Stelpurnar í 9. flokki áttu fyrsta leik dagsins í Njarðvík eða klukkan níu. Mættu þær liði Tindastóls. Niðurstaðan var að Haukar unnu 52-39. Sylvía Rún Hálfdanardóttir var með 18 stig, 9 fráköst og 7 stolna og var því ansi nálægt þrennunni eftirsóttu. Inga Rún Svansdóttir var næst stigahæst hjá Haukum með 14 stig.

Úrslitaleikurinn fer fram í fyrramálið kl. 11.00 og verður hann í beinni tölfræðilýsingu á KKÍ sem og beinni útsendingu hér.

Vonandi komast sem flestir til Njarðvíkur að hvetja áfram stelpurnar.

Áfram Haukar!!!!!