Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Haukar og ÍR eigast við í fjórða sinn í undanúrsitaeinvígi sínu á morgun kl.17.00 í Austurbergi, um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta.
Haukar ætla að sjálfsögðu að fjölmenna á leikinn og verða rútuferðir frá Ásvöllum upp í Austurberg fyrir leik og til baka eftir leik. Stemmningin hefst kl.15:00 á Ásvöllum og verður meðal annars boðið upp á andlitsmálningu fyrir börnin og fleira skemmtiegt fyrir unga sem aldna.
Fjölmennum á Ásvelli á morgun og förum svo sameinuð upp í Breiðholt þar sem við styðjum strákana til sigurs!