Stórleikur í Schenkerhöllinni annað kvöld!

Aron gæti öskrað svona á þig ef þú mætir ekki! Mynd: Eva Björk

Nú er stutt milli leikja í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og er næsti leikur strax á morgun klukkan 20.00 ( ath. breyttur tími). Það gefst því skammur sigur til að fagna sigri gærdagsins gegn ÍR.

Strákarnir farnir að gera klárt og æfing og videófundur í kvöld. Stuðningsmenn farnir að kaupa hálstöflur og Niveakrem í lófana fyrir morgundaginn enda margir hásir og aumir í lófunum efir hvatningu gærdagsins, sem var frábær og til algjörrar fyrirmyndar!

Munið: DB Schenkerhöllinn fimmtudagur. 18. apríl kl. 20.00 (sýndur á Rúv íþróttarás en við viljum fá alla á völlinn!)

Fjórði leikur er síðan í Austurbergi á sunnudag kl. 17.00