Frábær leikur í gærkvöldi hjá strákunum okkar og staðan í einvíginu orðin 1-1. Haustbragur var á liðinu í jákvæðri merkingu þessa orðs enda höfðu menn á orði í pöllunum að þarna væru strákarnir mættir aftur sem voru ósigraðir í haust.
Frábær sóknarleikur, vel útfærð hraðaupphlaup og síðan vörn sem stóðst flest áhlaup. Jákvæðni og baráttuvilji skein úr hverju andliti og allir útispilarar tóku þátt í verkefninu. Fyrir aftan var síðan markvarsla í heimsklassa hjá Aroni Rafni með nærri 30 varða bolta. Ekki skemmdi síðan fyrir að fjölmenn sveit Haukastuðningsmanna slökkti algjörlega í ÍR stuðningsmönnum.
Glæsilegur sigur staðreynd og nú getum við látið okkur hlakka til næsta leiks!
Myndir frá leiknum á handbolti.org, smella hér
Viðtal við Aron Rafn á handbolti.org, smella hér
Viðtal við Aron Kristjáns á handbolti.org, smella hér
Viðtal við Gylfa Gylfason á sport.is, smella hér
Viðtal við Aron Kristjáns á sport.is, smella hér
Umfjöllun um leikinn má sjá á öllum helstu miðlum landsins sem fjalla um handbolta, visi.is, mbl.is,sport.is og handbolti.org