Strákarnir í meistaraflokki karla í fótbolta hvetja þig og alla Hauka-menn til að mæta í veislusalinn á Ásvöllum föstudaginn 19. apríl kl.20:00 til að taka þátt í upphitun fyrir komandi Íslandsmót sem hefst 9. maí.
Sigurbjörn Hreiðars. (aðstoðarþjálfari, leikmaður og meistari) mun byrja á léttri leikmanna- og þjálfarakynningu af sinni alkunnu snilld, leikmenn verða með Fótbolta PubQuiz og svo ætlum við að eiga saman skemmtilegt kvöld þar sem við búum okkur undir spennandi sumar.
Frábært tilboð á skráningu í Hauka í horni fyrir þá sem vilja tryggja sig á alla heimaleiki í sumar á hagstæðum kjörum!
Það er að sjálfsögðu ókeypis inn og verða veitingar í fljótandi formi í boði á vægu verði!
Hlökkum til að sjá þig!
Með Hauka-kveðju,
Meistaraflokkur karla í fótbolta