Úrslitakeppnin hefst á laugardag!

Strákarnir okkar mæta ÍR á laugardag í risaslag!

Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltanum í úrslitakeppni N1-deildar karla fer fram á laugardaginn nk. kl.17:00 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Mikil spenna og eftirvænting er í hópnum enda búið að vera langt hlé frá því að þeir spiluðu síðasta leik og fengu deildarmeistarabikarinn afhentan.

Mótherjarnir eru bikarmeistarar ÍR og má því með sanni segja að þetta sé meistaraslagur. Liðin hafa spilað fjórum sinnum í vetur og er staðan 2-2 í leikjum talið, þá hafa liðin og unnið sinn titilinn hvort og stefna bæði að þeim stóra. Allir leikmenn Hauka eru klárir sem stendur og hafa nýtt landsleikjapásuna vel til æfinga.

Takið frá laugardaginn 13 aprí.l klukkan 17.00 og mætum öll í DB Schenker höllina og hvetjum strákanna áfram til sigurs! 

Heimasíðan minnir einnig á að leikur tvö er síðan klukkan 20.00, þriðjudaginn 16. apríl á heimavelli ÍR í Austurbergi.