Haukar eiga heimaleik í N1-deild karla í handbolta á fimmtudaginn nk. og eru andstæðingar okkar Valsarar.
Ólíkt hafast liðin að í deildinni um þessar mundir, Valsarar heyja harða fallbaráttu og eru sem stendur í neðsta sæti deildarinnar en við Haukar höfum þegar tryggt okkur Deildarmeistaratitlinn.
Titilinn verður einmitt afhentur með viðhöfn eftir leikinn og hvetjum við allt Haukafólk til að koma og fagna með okkur þessum stóra og merka áfanga.
Gestirnir þurfa nauðsynlega á stigunum að halda en okkar drengir þurfa líka á sigri að halda til að rífa sig upp og gera sig klára fyrir úrslitakeppnina um sjálfan Íslandsmeistaratitlinn.
Haukafólk, mætum öll, styðjum strákana til sigurs og fögnum Deildarmeistaratitlinum á fimmtudag. Leikurinn hefst kl.19:30.