Haukar eru Deildarmeistarar N1-deildarinnar árið 2013

HaukarHaukar eru Deildarmeistarar í N1-deild karla í handbolta árið 2013. Þetta varð reyndar ljóst á fimmtudag þegar FH tapaði gegn HK, en með því tapi gátu FH-ingar ekki lengur náð Haukum að stigum.

Okkar menn eru mjög vel að titlinum komnir og hafa lengst af í vetur haft mikla yfirburði í deildinni þrátt fyrir að aðeins hafi gefið á bátinn sl. vikur. Að sjálfsögðu látum við það ekki á okkur fá og fögnum þessum stóra titli, sem er uppskera mikillar vinnu í vetur. Til hamingju strákar, þjálfarar og allt Haukafólk!

Strákarnir léku gegn Fram í dag í beinni útsendingu á Rúv og er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið góður leikur af hálfu þeirra rauðklæddu. Eitthvað slen virkaði yfir liðinu og tapaðist leikurinn 17-25.

Nánar er hægt að lesa ítarlega umfjöllun og viðtöl frá visi.is með því að smella hér