Haukar halda upp í Safamýri á laugardag

Haukar Á laugardag halda Haukar upp í Safamýri til að etja þar kappi við heimamenn í Fram í N1-deild karla í handbolta. Leikurinn hefst kl.15:00 og má þess geta að hann er sýndur í beinni útsendingu á Rúv þó við hvetjum að sjálfsögðu Haukafólk til að fjölmenna á staðinn og styðja strákana til sigurs.

Fram-liðið er það heitasta í deildinni um þessar mundir og eru á mikilli sigurgöngu, sem telur eftir því sem undirritaður kemst næst 9 leiki í röð núna. Það er því ljóst að erfiður leikur bíður Haukaliðsins en svo sannarlega spennandi leikur fyrir áhorfendur að sjá.

Áfram Haukar!