Síðasta umferð N1-deildar kvenna í handbolta þennan veturinn fer fram um helgina. Haukastelpur taka þá á móti Fylki í Schenkerhöllinni kl.13:30 á laugardag.
Leikurinn er afar mikilvægur Haukaliðinu því með sigri gulltryggja þær sæti sitt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn, sem hefst síðar í mánuðinum.
Takist Haukum að komast í úrslitakeppni, bíða þeirrar Deildar og nýkrýndir bikarmeistarar Vals. Frítt er á völlinn og við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á leikinn og styðja stelpurnar til sigurs!