Silfur hjá stúlknaflokki

Rósa Björk gegn Keflavík í gær - mynd: karfan.isStelpurnar í stúlknaflokki mættu sterku Keflavíkurliði í gær í úrslitaleik bikarkeppninnar. Lokatölur leiksins voru 81-45 Keflavík í vil. Þær bláklæddu náðu góðu forskoti snemma og héldu því út leikinn.

Okkar stelpur mættu ofurefli í leiknum en þær hafa spilað mjög vel í allan vetur og ferð í bikarúrslit undirstrikuðu það.

Stigahæst hjá Haukum var Sylvía Rún Hálfdanardóttir með 12 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var með 9 stig.

Tölfræði leiksins

Nánari umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Áfram Haukar!