Á sunnudag er sannkallaður risa leikur á dagskrá þegar Haukar og FH mætast í úrslitaleik Símabikarkeppni 2.flokks karla í handbolta í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl.18:00 og vekjum við sérstaka athygli á því að frítt er á völlinn!
Strákarnir okkar lögðu Val á dramatískan hátt um sl. helgi í Íþróttahúsinu í Strandgötu þar sem mikil stemmning var meðal áhorfenda. Ekki skemmdi fyrir að Haukastrákar tryggðu sér sigurinn á dramatískan hátt með marki á lokasekúndunum.
Haukafólk má ekki láta sig vanta á þennan stórviðburð hjá leikmönnum framtíðar og reyndar nútíðar í meistaraflokki félagsins! Mætum öll á sunnudag og gerum leikinn ógleymanlegan fyrir strákana með dynjandi stemmningu og gleði á pöllunum. Áfram HAUKAR!