Haukar og Grótta munu eigast við í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins á laugardaginn næstkomandi. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 19:30.
Haukar unnu sinn riðil með fullu húsi stiga, en Haukar unnu Njarðvík í lokaleik riðilsins 3-2 síðastliðin föstudag. Áður höfðu Haukar haft betur gegn Tindastól og HK.
Grótta unnu einnig sinn riðil með fullu húsi stiga. Þeir höfðu betur í leikjum sínum gegn BÍ/Bolungarvík, Grindavík og Aftureldingu.
Grótta leikur næsta sumar í 2.deildinni. Ef leikurinn endar með jafntefli verður farið beint í vítaspyrnukepni til að skera úr um úrslit.
Aðrir leikir í Fótbolta.net mótinu á laugardaginn eru eftirfarandi:
Úrslitaleikur – Laugardag:
19:30 Haukar – Grótta (Kórinn)
Leikur um 3. sæti – Laugardag:
09:00 HK – BÍ/Bolungarvík (Kórinn)
Leikur um 5. sæti – Fimmtudag:
18:30 Njarðvík – Grindavík (Reykjaneshöllin)
Leikur um 7. sæti – Laugardag:
11:00 Tindastóll – Afturelding (Varmárvöllur – Gervigras)