Eins og flestu Haukafólki er kunnugt var Viðurkenningarhátíð fyrir árið 2012 haldin fyrir rúmum hálfum mánuði þar sem Stefán Rafn Sigurmannsson var kjörinn Íþróttamaður Hauka, Guðrún Ósk Ámundadóttir var kjörin Íþróttakona Hauka og Aron Kristjánsson var kjörinn þjálfari Hauka. Einnig var fjölda iðkenda afhentar viðurkenningar fyrir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu ásamt því að skrifað var undir samninga við framtíðar leikmenn félagsins. Þetta var frábær dagur í alla staði og gaman að sjá hversu mikið af efnilegu íþróttafólki er til í félaginu.
Nú hafa heimasíðunni borist myndir af viðburðinum og leyfum við þeim að fljóta hér að neðan. Njótið…