Haukar sitja einir á toppi N1-deilar karla í handbolta að loknum fimm umferðum eftir sigur á Val í gær í Schenkerhöllinni á Ásvöllum 28-23. Haukar eru með 9 stig en næstir koma Akureyringar í öðru sæti með 7 stig. Enn betra er að Haukar eru ósigraðir í þessum fimm leikjum en eina liðið sem hefur tekið stig af Haukum er HK í jafntefli liðanna fyrir skömmu.
Sigurinn gegn Val í gær var raunar aldrei í hættu, Haukar voru alltaf skrefinu á undan í leiknum og lengst um með nokkuð þægilega 3-4 marka forystu en þó var aldrei svo að þeir gætu slappað af í leiknum og Valsarar, sem tefla fram mjög ungu liði, létu okkar menn hafa vel fyrir hlutunum.
Nánari umfjöllun um leikinn má finna á visi.is með því að smella hér!