Haukastúlkur lágu gegn FH

HaukarHaukastúlkur léku gegn FH-ingum í N1-deild kvenna í gærdag í fyrsta Hafnarfjarðarslag vetrarins í handboltanum. Því miður gekk leikurinn ekki sem skyldi hjá okkar stúlkum og lyktaði honum með 25-21 sigri þeirra FH-inga. Leikurinn var þó mun jafnari en lokatölurnar gefa til kynna en það var ekki fyrr en í blálokinn sem FH stúlkur silgdu fram úr eftir jafnan leik allan tímann fram að því.

Næsti leikur Hauka er á laugardaginn nk. þegar liðið tekur á móti Stjörnunni í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.