Fyrsta mótið af fimm í Íslandsmóti 5. fl. karla eldra ár (Pepsímótið) var haldið í um helgina í Vestmannaeyjum. Haukarnir sendu 3 lið til keppni og sést sá glæsilegi hópur ásamt Ella þjálfar á myndinni hér að neðan. Öll Haukaliðin stóðu sig með prýði og A-lið Hauka sigraði 1. deildina eftir harða keppni.