Öruggur sigur á Aftureldingu

Haukar unnu sannfærandi sigur á Aftureldingu í N1-deild karla í handbolta í gærkvöld. Lokatölur urðu 27-22 í Íþróttahúsinu að Varmá, heimavelli Mosfellinga. Haukar voru alltaf á undan í þessum leik og töluvert sterkari aðilinn. Í hálfleik höfðu okkar menn fjögurra marka forskot í stöðunni 13-9. Smá værukærð greip um sig í upphafi síðari hálfleiks og náðu heimamenn að komast aðeins inn í leikinn. Sem betur fer vöknuðu Haukar áður en langt um leið og silgdu öruggum sigri í höfn.

Umfjöllun um leikinn og viðtöl við leikmenn og þjálfara má nálgast hér og hér