Annar leikur Hauka á tímabilinu í Domino´s deildinni er gegn Njarðvík og fer hann fram í dag. Leikurinn hefst kl. 16:30 í íþróttahúsinu við Njarðvíkurskóla.
Þessi lið léku til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra þar sem Njarðvík hafði betur 3-1 í frábærri rimmu.
Hlutskipti þessa liða voru ólík í fyrstu umferðinni. Á meðan Haukar töpuðu fyrir Keflavík í Schenker-höllinni unnu Njarðvíkingar góðan sigur á Fjölni í Dalhúsum.
Áfram Haukar!!!!