Handbolti: Haukar-HK

HaukarÁ morgun, fimmtudag mæta strákarnir okkar liði HK í Schenkerhöllinni okkar klukkan 19.30. Bæði liðin eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki í deildinni og getur því annað liðið tekið fyrsta sætið eftir leik kvöldsins. HK menn hafa blásið á allar hrakspár frá öðrum liðum sem spáðu þeim falli og unnið báða  sína leiki. Fyrst gegn Val 29-23 á Hlíðarenda og síðan Aftureldingu 24-23 í Digranesi í hörkuleik.  Gestirnir mæta væntanlega með nýjan erlendan leikmann, Vladimir Djuric sem gekk í raðir þeirra fyrir nokkrum dögum, í þennan leik.

Okkar strákar hafi líka byrjað vel eftir tapið á móti HK í meistara meistara leiknum. Hafa unnið bæði Fram 31-24 og ÍR 28-24i og má því reikna með hörkuleik á morgunn. Allir heilir sem fyrr nema Sigurbergur sem er allur að koma til og má reikna með að hann fari að gleðja Haukafólk með þrumuskotum sínum í lok mánaðar.

Báðir Evrópuleikur strákanna fara fram í Úkraínu helgina 13-14 október þar sem þeir mæta hinu sterka Motor Zaporoshye. Ekki er enn vitað hvort hægt verði að sjá leikina á netinu.