Á kynningarfundi KKÍ í dag var kynntur Draumaliðsleikur KKÍ og Domino´s. Nú getur þú valið allar þína uppáhaldsleikmenn úr Domino´s deild karla og kvenna.
Svona Fantasy leikir hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og er afar vinsælt að taka þátt í leikjum í erlendum körfubolta-deildum.
Núna loksins er hægt að taka þátt í Draumaliðsleik úr íslenska boltanum og er Fantasy leikur fyrir bæði Domino´s deild karla og kvenna.
Nánar er hægt að lesa um þennan skemmtilega leik á kki.is