Í dag var árlegur kynningarfundur fyrir efstu deildir karla og kvenna í körfubolta. Nýr samstarfsaðili KKÍ vegna deildanna er Domino´s og bera deildirnar nafn Domino´s í vetur.
Á fundinum var hin árlega spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða kynnt en þar var Haukum spáð 5.-6. sæti í Domino´s deild kvenna ásamt Njarðvík en þessi lið háðu harða baráttu rimmu í lok síðasta keppnistímabils um Íslandsmeistaratitilinn. Ef þessi spá gengur eftir komast stelpurnar ekki í úrslitakeppnina en það er verk þeirra að afsanna þessa spá.
Keflaví er spáð sigri í spánni.
Spáin fyrir 2012-2013: Konur
1. Keflavík · 175 stig
2. Snæfell · 161 stig
3. Valur · 138 stig
4. KR · 119 stig
5.-6. Haukar · 79 stig
5.-6. Njarðvík · 79 stig
7. Grindavík · 74 stig
8. Fjölnir 37 stig
Frétt á kki.is um spánna í Domino´s deild kvenna og karlai